Parketslípun
  • Parketslípun og parketlagnir
  • Steinslípun og flísalagnir
  • Sólpallar og sólpallaslípun
  • Hafðu samband
Parketslípun og parketlagnir.
Parketslípun er einföld og ódýr lausn fyrir heimili og fyrirtæki sem vilja fallega umgjörð. Parketslípun getur verið tilvalin lausn fyrir gæludýraeigendur, húseigendur með stór heimili þar sem mikið mæðir á og einnig fyrirtæki og stofnanir. 
Er parketslípun eitthvað fyrir þig ? 
​
Við tökum að okku að slípa upp parket sem er illa farið, laga það ef þarf og einnig skipta um alfarið ef fólk vill. Við erum með ryklausar slípivélar sem auðvelda alla vinnu töluvert og getum unnið í algeru samráði við viðskiptavin varðandi tíma.Slípun er einföld og ódýr leið til að lífga við gólfefni og hressa við þreytt og gulnað viðargólf. Skemmdir má laga og jafnvel verstu rispur sem hverfa við slípunina. Hér geta hundaeigendur tekið aftur gleði sína  :)
Viðargólf eru ýmist lakkborin eða olíuborin allt eftir óskum hvers og eins. Eins er hægt að bæsa og skerpa á dýpt viðarins með hinum ýmsu lökkum og olíum. 
​
Fyrirtækjaþjónusta í parketslípun og lögnum
Tökum að okkur að vinna fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir við hverslags gólfviðgerðir og lagnir. 
Mörg fyrirtæki geta illa aðlagað opnunartíma að breytingum og hvers kyns framkvæmdum svo við komum og vinnum á þeim tíma sem hentar hverju sinni.
Hafðu samband til að fá tilboð fyrir fyrirtækið þitt og við mætum á staðinn og tökum verkið út.

Slípun ehf.
Almannadal 5, 110 Reykjavík
S: 863-3727
Email: axel@slipun.is

 kt.710314-1360
VSK ​116493